2015/05/11
Nýlegar fréttir

Fréttir

Slúðurhornið – Roberto Soldado til Roma?

Roberto Soldado

Framtíð Roberto Soldado hjá Tottenham Hotspur er enn óljós. Soldado hefur þurft að gera sér að góðu að vera ekki fyrsta val knattspyrnustjóra félagsins, Mauricio Pochettino, og óttast er að hann sé að falla aftar í goggunarröðinni hjá Tottenham. Samkvæmt The Times hafa bæði Roma og AC Milan sýnt Soldado áhuga á undanförnum dögum. Yfirmaður Roma, Walter Sabatini, var í ... Read More »

Slúðurhornið – Hull City og Leicester City á eftir Wilfried Zaha

Wilfried Zaha

Búist er við því að leikmaður Manchester United, Wilfried Zaha, yfirgefi Old Trafford á næstu dögum. Líklegast þykir að félagið láni Zaha og hafa nokkur félög áhuga á þjónustu leikmannsins. Samkvæmt The Sun hafa Hull City og Leicester City áhuga á Zaha og búist er við því að félögin bjóði í hann í þessari viku. Þrátt fyrir meiðslavandræði hjá United ... Read More »

Slúðurhornið – Manchester United ætlar að fá Fredy Guarin komi Arturo Vidal ekki

Fredy Guarin

Manchester United ætlar að bjóða í miðjumann Inter Milan, Fredy Guarin. Gazzetta dello Sport segir að United ætli að bjóða í leikmanninn fari svo að félagið fái ekki miðjumann Juventus, Arturo Vidal. Guarin er sagður mega fara á 12 milljónir punda. Zenit St Petersburg hefur einnig áhuga á Guarin en Inter vonast til að geta selt leikmanninn áður en félagaskiptaglugganum ... Read More »

Neil Warnock nýr knattspyrnustjóri Crystal Palace

Queens Park Rangers (QPR) manager Neil W

Neil Warnock hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace. Tony Pulis sagði upp störfum hjá félaginu rétt áður en tímabilið hófst en Keith Millen stýrði liðinu í fyrstu tveimur leikjunum. Warnock, sem síðast stýrði Leeds United, var síðast knattspyrnustjóri Crystal Palace á árunum 2007 – 2010. Read More »

Ætlaði að veðja á 4-0 sigur fyrir Manchester United en veðjaði óvart á 4-0 sigur fyrir MK Dons

Pounds

Þeir voru ekki margir sem áttu von á því að C-deildarliðið MK Dons myndi slá Manchester United út úr Capital One bikarnum í gær. Það er einnig orðið langt síðan United spilaði síðast á þessu stigi keppninnar þar sem félagið er yfirleitt með í Evrópukeppninni. En Holly nokkur Griffiths fagnar því að MK Dons skuli hafa unnið United 4-0 en ... Read More »

Marc Overmars: Manchester United getur fengið Daley Blind fyrir háar fjárhæðir

Daley Blind

Líkurnar á því að Manchester United kaupi leikmann Ajax, Daley Blind, fara minnkandi en aðeins örfáir dagar eru eftir af félagaskiptaglugganum. Í gær sagði umboðsmaðurinn Rob Jansen í viðtali við talkSPORT: “Til þessa hefur Manchester United hvorki haft samband við mig né Ajax um Daley og ég er ekki að bíða eftir símtali frá þeim.” Í dag tjáði svo fjármálastjóri ... Read More »

Slúðurhornið – Leikmaður Liverpool á leiðinni til Manchester United?

Joe Allen

Samkvæmt Daily Star hefur Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, áhuga á leikmanni Liverpool, Joe Allen. Van Gaal leitar að leikmanni til að styrkja miðju liðsins og lét hann fylgjast með Allen í tapi Liverpool gegn Manchester City í fyrradag. Daily Star heldur því fram að United ætli að bjóða 20 milljónir punda í Allen áður en félagaskiptaglugginn lokar í ... Read More »

Daniel Agger viðurkennir að framtíð hans á Anfield sé í óvissu

Daniel Agger

Daniel Agger, leikmaður Liverpool, viðurkennir að framtíð hans á Anfield sé í óvissu. Engin tilboð hafa borist í Agger en hann hefur verið orðaður við Barcelona, Arsenal og Atletico Madrid. “Framtíðin er flókin,” sagði Agger við Jyllands-Posten. “Það eru nokkrir hlutir sem þarf að ganga frá. Ég í raun veit ekkert hvað mun gerast. Það er undir Liverpool komið.” “Ég ... Read More »

Slúðurhornið – AC Milan á eftir Fabio Borini

Fabio Borini

Samkvæmt bresku pressunni er AC Milan áhugasamt um leikmann Liverpool, Fabio Borini. Milan seldi Mario Balotelli til Liverpool í vikunni og hugsa forráðamenn félagsins Borini sem eftirmann Balotelli. Milan sér Borini sem góðan kost og ætti félagið að geta keypt hann fyrir peningana sem það fékk fyrir Balotelli. Sunderland er einnig búið að vera á eftir Borini í sumar en ... Read More »

Marcos Rojo gæti átt yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi

Marcos Rojo

Marcos Rojo, nýr leikmaður Manchester United, þarf að mæta fyrir dómara í heimalandi sínu. Rojo er sakaður um að hafa kastað flösku í nágranna sinn og skaðað hann. Atvikið átti sér stað í nóvember árið 2010 en þrátt fyrir að langt sé liðið frá atburðinum vilja saksóknarar í Argentínu draga leikmanninn fyrir dóm. Rojo, sem var keyptur til United í ... Read More »