2016/11/13
Nýlegar fréttir
Eden Hazard: Það er gott að sjá Manchester United í vandræðum

Eden Hazard: Það er gott að sjá Manchester United í vandræðum

Leikmaður Chelsea, Eden Hazard, er sáttur við að sjá Manchester United í vandræðum undir stjórn nýs knattspyrnustjóra, Louis van Gaal.

Byrjun United á tímabilinu hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir, þrátt fyrir að hafa eytt rúmum 150 milljónum punda í leikmannakaup í sumar, og telur Hazard að vandræði félagsins gætu verið blessun.

“Þeir koma okkur á óvart vegna þess að þeir keyptu marga leikmenn – marga virkilega góða leikmenn. Þetta er nýtt lið sem er verið að byggja upp með nýjum knattspyrnustjóra,” sagði Hazard við Sky Sports.

“Mig langar ekki að segja að þeir séu í vandræðum en, ef þeir eru í vandræðum, er það virkilega gott fyrir okkur vegna þess að þá fækkar liðunum sem berjast um titilinn um eitt.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>