2015/06/06
Nýlegar fréttir
Meistaradeildin: Arsenal úr leik

Meistaradeildin: Arsenal úr leik

Bayern Munich og Arsenal mættust í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Þýskalandi í kvöld. Bayern vann fyrri leikinn á Englandi 0-2 og því á brattann að sækja fyrir Arsenal.

Bayern sótti töluvert meira til að byrja með og það var ekki að sjá að Arsenal menn þyrftu að vinna upp tveggja marka mun. Bayern náði að koma boltanum í netið á 26. mínútu þegar Martínez kom boltanum fram hjá Fabianski eftir aukaspyrnu frá Robben. Martínez var hinsvegar kolrangstæður og markið því ekki dæmt gilt. Bayern var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en náði ekki að finna leiðina framhjá Fabianski og staðan því 0-0 í hálfleik.

Bæði lið byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en það Bayern sem skoraði fyrsta mark leiksins þegar Ribéry átti sendingu fyrir mark Arsenal og Schweinsteiger setti boltann snyrtilega í markið, 1-0 fyrir heimamenn. Adam var þó ekki lengi í paradís því Podolski jafnaði leikinn aðeins þremur mínútum síðar. Leikmenn Arsenal reyndu allt hvað þeir gátu að skora þau mörk sem vantaði uppá en fyrnasterk vörn Bayern kom í veg fyrir það og Arsenal er úr leik samanlagt 3-1.

Schweinsteiger (54), Podolski (57).

Atletico Madrid og AC Milan áttust við í hinum leik kvöldsins á Spáni þar sem Atletico vann auðveldan sigur 4-1 og því samanlagt 5-1 og eru komnir áfram í 8 liða úrslitin.

Bayern Munich: Neuer, Lahm, Alaba, Schweinsteiger, Javi Martínez, Dante, Robben, Thiago Alcántara, Mandzukic, Götze, Ribéry.

Arsenal: Fabianski, Sagna, Vermaelen, Arteta, Mertesacker, Koscielny, Özil, Oxlade-Chamberlain, Giroud, Cazorla, Podolski.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>