2016/05/20
Nýlegar fréttir
Rio Ferdinand: Ég gat ekki verið vinur leikmanna Chelsea þegar ég lék með Manchester United

Rio Ferdinand: Ég gat ekki verið vinur leikmanna Chelsea þegar ég lék með Manchester United

Fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi leikmaður QPR, Rio Ferdinand, gaf út sjálfsævisögu á dögunum þar sem hann rifjar upp daga sína hjá Manchester United og enska landsliðinu meðal annars.

Í bókinni segir Ferdinand meðal annars: “Ég átti erfitt með að vingast við leikmenn úr öðrum liðum.”

“Ég veit um annað fólk sem hefur getað viðhaldið vináttu við keppinauta. Wayne Rooney er t.d. góður vinur Joe Hart.”

“En ég átti erfitt með það að vingast við fólk sem ég var í beinni keppni við.”

“Ég fann fyrir spennunni þegar ég var á landsliðsæfingum. Ef Chelsea var nýbúið að vinna deildina eða að slá okkur út úr bikarnum hugsaði ég stundum hvort John Terry eða Frank Lampard væru að hlæja að mér.”

“Þeir fundu líklega aldrei fyrir því sjálfir.”

“Kannski er það bara þráhyggjan að vinna alltaf. Þú vilt ekki sýna neina veikleika.”

“En ég gat ekki verið vinur þeirra.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>